4. ALLAR SKATTSKÝRSLUR YRÐU Í DIGITAL FORMI, yrðu fylltar út sjálfkrafa, yrðu fljótlegri, nákvæmari og hagkvæmari. Skýrlurnar
eru fylltar út fyrir einstaklinginn, sem svo verður að samþykkja útfyllinguna áður en sent verður til skattstjóra. Þetta er
eitthvað sem Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri væri mjög ánægður með. (Mbl 3.3.2005)
5. Með þessu nýja Korti höfum við möguleika á að geyma upplýsingar á kortinu. Kortið inniheldur persónulegar sjúkrupplýsingar,
allt það sem læknarnir þurfa að vita um sjúklinginn á neyðarstundu. FLJÓTAR OG ÖRUGGAR UPPLÝSINGAR. Æskilegt væri ef einungis
sjúkraliðar og sjúkrahús gætu lesið þessar upplýsingar. Þetta virkar með kennitölur í dag, en það má flýta þessu aðeins með
Kortinu.
6. LÁGMARKS KOSTNAÐUR við notkun og viðhald gjaldmiðils. Kostnaðurinn við önnur gjaldeyris viðskipti yrði í lágmarki. Einnig
er auðveldara að taka upp nýjan gjaldmiðil ef út í það væri farið.
7. Með því að hætta að nota lausafé þvingum við sölumenn bannaðra efna til að leita annarra leiða. Það yrði fyrsta skrefið
af tveimur í mjög róttækri hugmynd um hvernig hægt er að leysa vímuefnavandann á Íslandi. Til þess að fræðast um þessu róttæku
hugmynd, klikkaðu á:
HVERNIG Á AÐ MINNKA AÐGANG AÐ OG NOTKUN Á BÖNNUÐUM EFNUM
8. Almiðill er hugsaður sem aðal upplýsingakerfi Íslands. Almiðili er fyrst of fremst ætlað að tryggja Íslendingum aukið sjálfstæði.
ALMIÐILL STUÐLAR AÐ ÞRÓUN LÝÐVELDISSINS Á ÍSLANDI fram yfir allar aðrar þjóðir í hinum frjálsa heimi. Almiðill getur veitt
einstaklingnum aukið frelsi og aukin pólitísk réttindi. Með Almiðli getur almenningur, nánast að kostnaðarlausu, haldið kosningar
til að skera úr um málefnin. Á lágmarkskostnaði er auðvelt að vera með fjölda kosninga á ári. Til þess að fræðast um þetta
aukna frelsi, klikkaðu á:
FRAMÞRÓUN LÝÐVELDISINS
---------------------------------------------------
-1. Framleiða verður nýja tegund Posa, útvega einstaklingum nýtt kort, og setja upp nýja kynslóð upplýsingabanka í stað
hraðbankanna. Þessi kostnaður er það fyrsta sem kemur til hugar þegar ég reyni að mótmæla breytingunum. En öllum breytingum
og lagfæringum fylgir ákveðinn kostnaður: við getum annað hvort beðið eftir öðrum þjóðum sem svo myndu þvinga þeirra breytingum
upp á okkur, eða tekið fyrsta skrefið og leitt aðrar þjóðir. Flestar af þessum breytingum eru óhjákvæmilegar í framtíðinni,
við getum því beðið eftir utanað-komandi þvingunum eða einfaldlega skipulagt breytingarnar og nýtt okkur þessa möguleika í
dag.
-2. Talið er að ákveðinn hópur einstaklinga treysti á 'svartar tekjur' - greiðslur utan skatts. Jafnvel þótt Almiðill muni
bæta efnahag allra, tel ég að þessi hópur fólks yrði fyrir einhverju áfalli. Almiðill myndi koma alveg í veg fyrir allar 'svartar
tekjur.' Áfallið yrði minna fyrir þessa einstaklinga ef upp yrði tekinn flatur skattur. Þó svo að Almiðill kæmi ekki til,
myndi flatur skattur minnka stórlega öll skattsvik.
FLATUR SKATTUR Á ÍSLANDI
-3. Það verða ekki allir fylgjandi breytingunum. En það er þá einungis vegna þess að þau vilja ekki kynna sér þá kosti sem
breytingarnar hafa í för með sér. Þessir aðilar styðja ábyggilega mjög fáar breytingar ef nokkrar. Almiðill yrði stærsti hlutinn
af algjörri samfélagsbyltingu sem gæti tryggt Íslendingum betra líf og aukið frelsi.
-4. Ferðamenn verða annaðhvort að greiða með kortunum sínum, eða 'kaupa' ferðamanna kort - debit kort sem heldur utanum það
reiðufé og þá ferðatékka sem notaðir voru til þess að 'kaupa' kortið. Kortið kæmi til með að virka eins og debit kort gera
í dag. Útlendingaeftirlitið gæti notfært sér þá möguleika sem ferðamanna kortið býður uppá.
-----------------------------------------------
Allar þessar breytingar tel ég óhjákvæmilegar í framtíðinni. Með því að skipuleggja þessar breytingar í heild sinni, getum
við notfært okkur bestu eiginleikana og ákveðið sjálf tímasettninguna.
Hver og einn íslendingur hefur sitt eigið svæði á Almiðli. Þetta einka-svæði gerir einstaklingum kleift að nálgast alla
miðla innan samfélagsins. Hægt er að stjórna uppsetningu einka-svæðis, sem og öllum persónulegum upplýsingum. Til þess að
læra meira um aðalglugga Almiðils, klikkaðu á:
EINKA-SVÆÐI
Any comments??
Þorsteinn Hjálmar Gestsson
www.upublic.net
thor@upublic.net
|