Almiðill

Minnka aðgang að og notkun á bönnuðum efnum

ALMIÐILL
Einka-svæði
Flatur skattur
Kortið
Dópið
Lýðveldið

Öll umfjöllun um vímuefni og eiturlyf virðist vera háð inní helli. Í blindri ástríðu berst fólk fyrir því allra besta, en veit sjaldnast hvað það er sem er allra best. Mitt persónulega álit er að einstaklingurinn sé alltaf það besta, það sem skiptir mestu máli.

Í lýðveldi, skiptir það öllu að einstaklingurinn geti gengið sínar götur og lifað frjálsu lífi, svo framarlega sem hann eða hún hindri ekki frelsi annarra til að gera slíkt hið sama. Frelsi einstaklingsins til að velja sína eigin leið, sina eigin hefð, skiptir öllu. Það er mikilvægt að hafa þetta í huga þegar við tölum um stefnu stjórnvalda gegn vímuefnum og bönnuðum efnum.

Núverandi stefna og barátta stjórnvalda gegn bönnuðum efnum hefur reynst heldur kostnaðar söm og árangurslítil. Ég tel að með tveimur mjög róttækum breytingar, getum við minnkað sölu bannaðra efna á Íslandi um 80-90%

---- Takmark: Minnka aðgang að og notkun á bönnuðum efnum.

-- Það reyndist frekar erfitt að afla góðra upplýsinga um notkun þessara efna hér á landi, ég verð því að tala um vímuefnavandann með alþjóðlegar tölur í huga.

Samkvæmt 2005 World Drug Report, unnin af SÞ - World Health Organization og (UNODC): um "200 milljón manns, eða 5% af öllu fólki á aldrinum 15-64, hafa notað vímuefni síðastliðnu 12 mánuði. Þessar niðurstöður sína fram á aukningu um 15000000 frá því í fyrra. Jafnvel þótt þetta virðist vera há tala, er hún bara depill við hlið fjölda þeirra sem njóta síkrettna og alkahóls (tóbak: um 30%; alkahól: um 50% af öllu fullorðnu fólki). Fjöldi þeirra sem njóta kannabis um heim allann er um 160 milljónir, eða 4%"

Við sjáum nú að um 80% af vímuefna markaðinum eru kannabis notendur. Við verðum því að hugsa um þann möguleika að geta einangrað þessi 80% og endanlega losað okkur við þau. Ef löggæsla og önnur kostnaðarsöm lagaumgjörð þarf ekki að hugsa um þessi 80%, einfaldlega fimmfaldast átak þeirra gegn öðrum 'bönnuðum efnum' og svarta markaðinum yfir höfuð.

1. Með því að hætta notkun lausfjár verður mun erfiðara að versla með bönnuð efni.

Staðreyndin er sú, að þetta svokallað stríð á hendur eiturlyfjum hafi farið heldur á mis og að vímuefnaneysla á Íslandi fari stöðugt vaxandi. Þessi þróun gengur þó þvert á stefnu stjórnvalda, jafnvel þótt ríkið eyði enn meira af skattpeningunum í vímuefna forvarnir og löggæslu.

Þær stefnur og þær aðgerðir sem stjórnvöld beita eru augljóslega ekki að skila þeim árangri sem þeim er ætlað. En, samt eru stjórnvöld ekki tilbúin að breyta til - meiri 'dóp-hausa' hegðunin að gera alltaf það sama, jafnvel þótt þeir viti að það virki ekki.

Í stað þess að horfa upp á þessa vitleysu, vil ég leggja mitt að mörkum í sköpuninni á nýrri stefnu og nýjum skilningi þjóðarinnar. Markmiðið er að minnka aðgang að og notkun á 'bönnuðum efnum', sem og þann 'svarta markað' sem myndast í kringum þessi efni. Þessum svarta markaði er stjórnað með vopnum og afli, tilvera markaðsins veldur flestum þeim glæpum sem framdir eru á Íslandi.

1. Ég reikna með því að um 99% fíkniefnasala krefjist þess að þeim sé greitt í peningaseðlum.

2-0. Ef íslenska hagkerfið hættir notkun lausafjár og færði allt bókhald í rafrænt form, þá útilokum við möguleikan á þeim viðskiptum (1).

2-1. Það skiptir engu með verðið, það er svo mikið af peningum að hafa á þessum markaði, það er alltaf einhver tilbúinn að taka áhættuna. Á meðan það er einhver eftirspurn, verða fundnar leiðir til þess að selja þessi bönnuðu efni. Eina leiðin er að koma í veg fyrir eftirspurnina! Til þess þarf að endurhugsa þau lög og fræðsluefni sem skilgreina vímuefni, sem og tengsl þeirra við 'bönnuð efni'. --SVARAÐ Í SEINNI HELMING GREINARINNAR --

2-2. Eftir (2-0) væri Ísland í þeirri einstæðu aðstöðu að hafa raskað við nánast öllum fíkniefnaviðskiptum svo að sölumenn bannaðra efna verði að leita nýrra leiða. Í þessari aðstöðu, ættum við að þróa nýstálegt efnahagskerfi sem gæti fyrst og fremst flýtt og lækkað kostnað við viðskipti. Þetta nýja kerfi ætti svo að gera öll fíkniefna viðskipti - þá sérstaklega þessi smáu tilvik, eða 'prufur' - nánast ómöguleg.


-- Nú verðum við að reyna að ímynda okkur allar mögulegar smugur í nýju kerfi: hvernig gætu sölumenn bannaðra efna selt vöru sína í þessum rafræna efnahag??

i) Gætu þeir ekki skipst á veraldlegum eigum eða 'barter'?

- --Hversu miklu drasli er vímuefnasalinn tilbúinn að sanka að sér? Það er erfitt að reka einhverja vímuefnasölu- starfsemi til lengdar ef efnunum er skipt fyrir aðrar eigur.

ii) Gætu þeir ekki sett upp pappírs fyrirtæki? Væri ekki einfalt að millifæra á reikninga til að greiða fyrir efnin?

- --Þetta væri líklegast físilegasti kostur þeirra sem vilja tefla við hættuna og selja bönnuð efni. En slóðin sem myndast í rafrænum viðskiptum ætti að vera nóg til þess að auðvelt verði að hafa upp á þeim.

iii) Gætu þeir ekki bara notað erlendan gjaldeyri?

- --Vegna þess hversu fáar leiðir eru inn og út úr landinu, getur ríkið einangrað þessi viðskipti. Við getum hagað því þannig að aðeins verði hægt að kaupa erlendan gjaldmiðil á leiðinn út úr landi, og að aðeins verði hægt að selja erlendan gjaldmiðil við komu til landsins. Innan hagkerfisins þá hefur laus gjaldmiðill ekkert gildi. Eina leiðin til þess að stunda fíkniefnaviðskipti með erlendan gjaldeyri krefst þess að bæði notandi og sölumenn fari reglulega inn og úr landi. Þetta er mögulegt fyrir stórnotendur og ríka einstaklinga, en kemur í veg fyrir að hægt verði að kaupa bönnuð efni á pubbum eða á götum úti - kemur í veg fyrir smánotendur og mikað af svo kölluðum 'prufum'.

2. Endurhugsa þau lög og fræðsluefni sem skilgreina vímuefni, sem og tengsl þeirra við 'bönnuð efni'.

Almiðill kemur til með að hrinda af stað breytingu (1) en er ekki bundinn breytingu (2). Eftirfarandi breytingar eru hinsvegar mikilvægar í baráttunni gegn vímuefnavandanum.


Það skiptir engu með verðið, það er svo mikið af peningum að hafa á þessum markaði að það er alltaf einhver tilbúinn að taka áhættuna. Þess vegna er ekki nóg að reyna að útiloka möguleikana á fíkniefna sölu, heldur verðum við að beina notendum lyfjanna á ákveðna braut. Við verðum að auka viðbúnað og kostnað við meðferðir á þessu fólki um leið og breytingarnar hefjast. Kostnaðurinn ætti svo að lækka snögglega eftir þetta átak, en átakið verður samt sem áður að til staðar.

Á meðan það er einhver eftirspurn, verða fundnar leiðir til þess að selja þessi bönnuðu efni. EINA LEIÐIN ER AÐ KOMA Í VEG FYRIR EFTIRSPURNINA. En það verður ekki hægt að stöðva eftirspurnina bara með því að hætta lausafjár viðskiptum og svo splæsa einu hjálparátaki eftir það. Heldur þarf að endurmeta stöðu stjórnvalda gagnvart þessum bönnuðu efnum og senda skýr skilaboð til komandi kynslóða.

Hver er tilgangur stjórnvalda þegar þau banna ákveðin efni?

Tilgangur ráðamanna er mikilvægur þáttur í 'samfélagssamningi' einstaklinganna við samfélagið: að VERNDA þegna lýðveldisins - gefið það, að efnin eru líkamlega skaðleg og ættu ekki að vera notuð. Þyngri refsing ætti að vera fyrir að selja, en fyrir að nota.

1. Vernda einstakling = Banna skaðleg efni með lögum og fræða einstaklinginn um verkan þessarra bönnuðu efna.

1.1 Ef markmið stjórnvalda er að vernda, verður að vera einhver tengsl á milli þeirrar hættu sem stafar af þessum efnum og laganna sem banna þau. Ef ekki er samræmi þarna á milli, eru lögin að búa til afbrotamenn úr þeim sem vinna engann skaða. Ennfremur, ef þetta reynist vera stefna stjórnvalda í dag, er ríkið að brjóta á nokkrum þeim réttindum sem er lýst í 'Universal Declaration of Human Rights.'

Universal Declaration of Human Rights

GREIN 8: "Everyone has the right to an effective remedy by the competent national tribunals for acts violating the fundamental rights granted him by the constitution or by law."

GREIN 3. Veitir öllum rétt til lífs, frjálsræðis, og skjóls - bæði líkamlegt og lagalegt. Með því að útiloka ákveðna möguleika fyrir þegnana án réttmætanlegra tengsla við vísindin og verkan efnanna, er ríkið að afnema frjálsræði einstaklingsins.

GREIN 7: "All are equal before the law and are entitled without any discrimination to equal protection of the law. All are entitled to equal protection against any discrimination in violation of this Declaration and against any incitement to such discrimination."

Samkvæmt 7. grein, geta stjórnvöld ekki gert greinamun í lögum eftir hentisemi eða persónulegs álits ráðamanna. Stjórnvöld verða að vera samstíga vísindum, tækninni, og þörfum þegnanna.

-- Við verðum að hafa það hugfast að ef við dæmum einstaklinginn sem vinnur engann skaða fyrir glæp, búum við til glæpona. Með öðrum orðum, með því að banna ákveðin efni sem fólk sækir samt sem áður í, myndast 'svartur markaður'. Burt séð frá öllum lögum, er þessum markaði stýrt með vopnum og fantabrögðum. Til dæmis, eru flest banka - verslunarrán framin í þeim tilgangi að greiða fyrir þessi 'bönnuðu efni'. Notandinn er þvingður til þess að fremja vopnað rán eða greiða skuldir sína með lífi og limum.

Ástæðan fyrir því að þessi markaður myndast er staðall efnanna sem eru í umferð. Ástæður stjórnvalda þegar þau afnema frjálsræði einstaklinga -sem verður til þess að þessi markaður myndast- ættu því að vera byggðar á sterkum rökum. Því miður er þetta allt annað en staða stjórnvalda í dag. Stjórnvöld beina notendum að tóbaki og alkóhóli, en útilokar aðra mun skað-minni möguleika fólks. Það eru augljóslega ekki rök sem styðja, eða skýra, stefnu ríkisins, heldur pólitík og persónuleg hlutdrægni ráðamanna.

DR. ÞORKELL JÓHANNESSON OG FORVARNIR.IS HÖFÐU ÞETTA UM MÁLIÐ AÐ SEGJA:

Ávana- og fíkniefni og áhrif þeirra á miðtaugakerfið
Texti: Dr. Þorkell Jóhannesson
Ritstjórn : Aldís Yngvadóttir
Útgefandi: Fræðslumiðstöð í fíknivörnum 1999 ©

Hér er ég að bera saman nikótín og kannabis með þeim upplýsingum sem ríkið býður uppá:

NIKÓTÍN - TÓPAK
"Nikótín er að finna í tóbaksplöntunni Nicotiana tabacum, sem óx upphaflega í Ameríku. Tóbak er misjafnlega unnin afurð tóbaksplöntunnar og í því eru þúsundir efna auk nikótíns."

-- "Nikótín veldur ekki vímu fremur en koffein og sjaldan fíkn, en það er mjög sterklega ávanabindandi ekki síst hjá konum. Sérstaða nikótíns er einnig fólgin í því að það er eins og koffein sjaldan notað hreint og margt af eiturhrifum vegna tóbaksnotkunar er af völdum annarra efna í tóbaki en nikótíns. Þá hefur nikótín líka þá sérstöðu að koma hugsanlega að gagni við hrörnunarsjúkdóma í miðtaugakerfinu, eins og Alzheimersjúkdóm og Parkinsonssjúkdóm og svo kann að vera um fleiri sjúkdóma."

Hann heldur því fram að nikótín valdi 'sjaldan fíkn'. Er þetta í samræmi við vísindilegar rannsóknir eða tópaksframleiðandan??

-- "Reykingar umfram fáeinar sígarettur á dag að meðaltali hafa í för með sér ýmis viðvarandi eiturhrif sem geta síðar valdið sjúkdómum í mörgum líffærum og jafnvel dauða. Hjarta- og æðasjúkdómar eins og kransæðasjúkdómar, heilablóðfall og æðakölkun í útlimaæðum eru mun tíðari hjá reykingamönnum en öðrum. Þá auka sígarettureykingar stórlega líkur á hvers konar sjúkdómum í öndunarfærum. Má þar nefna langvarandi berkjubólgu, lungnaþembu og lungnakrabbamein. Í því sambandi eru krabbameinsvaldandi efni sem kunna að myndast út frá nikótíni og svokölluð tjöruefni í reyknum talin vera aðalskaðvaldarnir. Erting í berkjum og ofanverðum öndunarfærum leiðir til hósta og andþrengsla sem þjaka suma reykingamenn. Athyglisvert er að nýlegar rannsóknir benda til þess að lungnakrabbamein af völdum reykinga sé enn banvænna í konum en körlum."


OG SVO TIL SAMANBURÐAR

KANNABIS
Tetrahýdrókannabínól - Kannabis (hass, maríhúana, hassolía)
Tetrahýdrókannabínól (skammstafað THC) finnst í kannabisplöntunni, Cannabis sativa.

-- "Öfugt við nikótín virðist tetrahýdrókannabínól ekki valda banvænum eitrunum hjá mönnum."

-- "Skammtar THC sem eru á bilinu 1-5 mg valda því að neytandinn verður á fáum mínútum var við aukinn hjartslátt, þurrk í augum, munni og nefi og lítils háttar óþægindi í öndunarfærum. Hann getur fundið fyrir svima, doða í útlimum, skjálfta í höndum og svita. Kvíði eða ótti innra með sér getur líka komið fyrir. Hin eiginlega víma byrjar litlu síðar. Þá finnur neytandinn ró og vellíðan og höfgi færist yfir hann. Þessar tilfinningar koma oft í bylgjum með draumkenndu ástandi á milli og virðast vera hápunktur vímunnar. Ef neytandinn er einn virðist hann sljór og syfjaður. En ef hann er í góðum félagsskap hlær hann og virðist kátur. Tímaskyn brenglast þannig að tíminn virðist líða mun hægar og fjarlægðarskyn brenglast líka. Einfaldir hlutir í umhverfi mannsins vekja óvænta athygli hans og hann getur skynjað í þeim "dýpt" sem var honum áður óþekkt. Tónnæmi eykst og neytandanum finnst gjarnan sem öll skynfæri hans verði næmari og opni jafnvel fyrir honum víðáttur skilnings og kennda sem hann þekkti ekki áður. Hlutir í umhverfi neytandans taka á sig annað form en venjulega og jafnvel líkami hans líka."

-- "Gróf ölvunareinkenni eins og þekkjast eftir neyslu áfengis og annarra róandi lyfja og svefnlyfja virðast ekki koma fyrir."

-- "THC veldur yfirleitt ekki ásókn í tilraunadýrum og er einn af fáum vímugjöfum sem svo er háttað um."

-- "Enginn vafi er á því að kannabis veldur ávana."

--------------
Þegar ég hef borið þetta saman við aðrar rannsóknir, stemmir þetta allt nema 'enginn vafi er á því að kannabis veldur ávana.' Ef Dr. Þorkell var án nokkurs vafa, ætti hann líklega að geta stutt þau rök með einhverjum sönnunum. Þetta er hreinlega ekki rétt!

Til að staðfesta þessi rök:

-- The UK Department of Health summed it up neatly: "Cannabis is a weakly addictive drug but does induce dependence in a significant minority of regular users."

-- "Around 9% of users become addicted"
= MARIJUANA and MEDICINE: Assessing The Science Base, pg 95

-- "In a recent study, between 10%-15% of people who smoked cannabis reported "paranoid" or "confused" feelings as a disadvantage of smoking cannabis."
=paraphrased from the observations of Les Iversen, Department of Pharmacology, University of Oxford.

-- From taima.org(http://www.a1b2c3.com/drugs/gen007.htm):

-- "There is little that these drugs have in common with each other that they don't share with legal substances such as tobacco and alcohol."

-- "When you look into how scientists rank drug risks you'll see their rankings are quite different from those provided by our lawmakers. Contrary to what you'd expect, there is really no direct corelation between the legal status of a drug and its dangers (other than the danger of being arrested)."

-- "Some of the most harmful drugs are legal while some of the least dangerous ones are strictly prohibited. The reasons drugs get banned are historical, social and racial but rarely medical."

-----------------

Í frjálsu landi eiga vitsmunir að ráða yfir vilja og þrám. Í frjálsu landi ætlast ríkið til þess að við, íslendingar hjálpumst að við að þróa kunnáttu okkar og skilning á umheiminum. Lýðveldið, bæði skilgreiningin og það sem við köllum okkar eigið, krefst þess að við hýsum og verndum alla íslendinga, krefst þess að við getum séð fyrir öllum landsmönnum, krefst þess að hver og einn íslendingur geti lifað frjáls til að gera það sem hann/hún vill - svo framalega sem sá einstaklingur hindri ekki frelsi allra aðra til slíkts hins sama.

Til þess að nálgast sannleikann um tópaks reykingar, þá mæli ég með því að klikka hér.

http://www.cannabishealth.com/

http://www.sciencedaily.com/directory/Health/Specific_Substances/Cannabis

Tölurnar segja meira en nokkur orð:



--Fjöldi dauðsfalla vegna tópaksreykinga:

- Árið 2000, létust um 416 íslendingar vegna tópaksreykinga.*
- mbl (19.04.2006) "Fimmta hvert dauðsfall vegna reykinga"


--Fjöldi dauðsfalla vegna áfengisdrykkju:

- "Árið 2002 létust um 600 þúsund Evrópubúar vegna áfengisneyslu en þar af voru rúmlega 63 þúsund á aldrinum 15-29 ára. Búist er við að á árinu 2005 muni um 1,8 milljónir manna um allan heim látast vegna áfengistengdra vandamála."**


--Fjöldi dauðsfalla vegna marijuanareykinga:

Samkvæmt Dr. Lester Grinspoon, HARVARD Medical School, Marijuana is "not only not a dangerous drug, but it was remarkably NON-toxic." Hann fullyrðir að í 5000 ára langri sögu hafi ekki einn einasti maður látist af völdum marijuana.

Þetta eru nokkuð sterk rök þegar þau koma frá þeim manni sem veit meira um þessa sögu en nokkur annar. Dr. Lester las sér til um allt mögulegt efni, allt sem til var í heiminum. Hann gerði þetta 1967-9, í tvö heil ár. Svo til þess að dekkja þetta gráa, hefur ekki einn einasti vísindamaður getað gagnrýnt þessar niðurstöður. Ég meina...

*20 milljarða kostnaður vegna reykinga

Dr. Grinspoon's website

-----------------------

Björn Halldórsson, fyrrum yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, lýsti því yfir í viðtali við tímaritið ALLT að ef hann þyrfti að velja á milli brennivíns og maríúana, yrði maríúana fyrir valinu sem heppilegri vímugjafi. ,,Vandræðin af áfenginu eru mun meiri en af maríúana," segir hann.

Afstaða Bjarnar er mjög skiljanleg þegar töflurnar fyrir neðan eru skoðaðar.

Báðir einstaklingar voru beðnir um að meta ákveðna eiginleika sex vinsælustu örvandi lyfja. Þeir röðuðu lyfjunum eftir styrkleika, 1 - mesta hættan / 6 - minnsta hættan.

Ratings by Dr. Jack E. Henningfiled

--Dr. Henningfield works for the National Institute on Drug Abuse (NIDA), the U.S. government institution that conducts or finances about 80% of all drug abuse research worldwide.

Lyf
Frákvarfseinkenni
Skipaauki
Umburðarlyndi
Ávanabindandi
Intoxication*
Nicotine
3
4
2
1
5
Heroin
2
2
1
2
2
Kókaín
4
1
4
3
3
Alcohol
1
3
3
4
1
Caffeine
5
6
5
5
6
Marijuana
6
5
6
6
4

*Íslenska orðabókin þýðir 'intoxication' sem 'ölæði' eða 'ölvíma' en til að útskýra orðið aðeins á ensku: "The pathological state produced by a drug, serum, alcohol, or any toxic substance; poisoning."

Rantings by Dr. Neal L. Benowitz, U of California, San Francisco:

Lyf
Frákvarfseinkenni
Skipaauki
Umburðarlyndi
Ávanabindandi
Intoxication*
Nicotine
3
4
4
1
6
Heroin
2
2
2
2
2
Kókaín
4
1
1
3
3
Alcohol
1
3
3
4
1
Caffeine
5
5
5
5
5
Marijuana
6
6
6
6
4

Ég tel það að þessi 'voodoo pharmacology’ (misskilinn sannleikur -- skilningur almennings byggður á sögusögnum og litlum skilningi á sannleikanum) sem fyrirfinnst í samfélaginu leiði til miskilnings og ýti undir vilja fólks til þess að 'prófa'. Það skiptir því meiginmáli að sú fræðsla sem ríkið býður uppá sé frjáls við persónlega hlutdrægni og reyni ekki að hylja sannleikann.

Til samanburðar, núverandi vímuefnafræðsla gæti verið líkt við það að kenna sögu biblíunnar fram yfir þróunarkenningu Darwins. Það skiptir ekki máli hvaða alit Pétur út í bæ hefur á málinu, ríkið borgar fyrir almenningskennslu með skattpeningnum. Það eitt gefið, þýðir að kennslan verður að vera óhlutdræg.

Samt sem áður tel ég að besta leiðin til að hafa nokkurn hemil á notkun 'bannaðra efna' sé falin í þeirri fræðslu sem almenningskennsla býður uppá. Í dag, því miður, er þessi fræðsla vægast sagt slök. Er það þá ekki á rökum reyst að með því að mis-fræða ungmennin, er ríkið að ýta undir persónulegar tilraunir með efnin?

Almenningskennsla verður að fræða nemendur um verkan þeirra sem og rök fyrir því hversvegna þau eru bönnuð með lögum. Til þess að auðvelda skilning og auka trúverðuleika, verður að vera samhengi milli laga og vísinda.

Lög og reglur verða að falla í samhengi. Ef stjórnvöld koma til með að endurskoða rök sín og lögmæta kannabis, myndast skiljanlegur greinamunur á milli þeirra vímuefna sem eru 'bönnuð' og þeirra sem eru leyfð.

Ásamt því að auka lýðræði á Íslandi, opnast markaður fyrir þá 160 milljón manns sem neyta vímugjafans og um 80% minnkun yrði á allri umferð innan svarta markaðsins - neytendur væru væntanlega bara að rækta plöntu heima hjá sér. Afhverju er það svo slæmt?

----

Þegar að því kemur að við hættum allri notkun lausafjár, vonast ég til þess að ríkið notfæri sér möguleikann á því að ná betri stjórn á svarta markaðnum. Það er mikilvægt að ríkið bjóði uppá hjálparátak fyrir notendur um leið og breytingar hefjast. Það er ekki síður mikilvægt að ríkið endurskoði og meti frelsið og fræðsluna sem skilgreina þessi 'bönnuðu efni'.

Þessar breytingar verða til þess að:

--Hjálpa okkur að ná stjórn á vímuefnamarkaðinum.

--Um 80% af núverandi fíkniefnaneytendum færu af götunni (eða hvar annars staðar þar sem fíkniefnaviðskipti eiga sér stað) og heim til sín.

--Um 80% af eiturlyfjamarkaðnum er horfinn, sama sem, minni tekjur fyrir fíkniefnasölumenn.

--Við skilgreinum mun betri skil milli tveggja flokka af vímuefnum - lögleg og ólögleg (samanber styrkleika þeirra).

--Minnkum kostnað við fíkniefnalöggæslu.

--Opnum túrista markaðinn fyrir um 160 million manns, sem geta nú valið á milli Hollands og Íslands.


- Ath. Ef Ísland ætlar að notfæra sér þennan viðskiptamöguleika, mæli ég með því að ríkið bjóði uppá marijuana í 'búllum' utan höfuðborgarinnar. Auðvelt að laða út í náttúruna og einangra þetta þar - þannig verður þetta ekki hluti af borgarmenningunni.

Hér fyrir neðan eru einhverjar heilbrigðar upplýsingar:

http://www.sigurfreyr.com/fikniefnamal.html

http://dmoz.org/Recreation/Drugs/

http://www.un.dk/icelandic/new/ecosoc/youth.htm

Þorsteinn Hjálmar Gestsson
www.upublic.net
thor@upublic.net