Almiðill

Framþróun lýðveldisins

ALMIÐILL
Einka-svæði
Flatur skattur
Kortið
Dópið
Lýðveldið

Þegar hugsuðir fortíðar ímynduðu sér hið fullkomna lýðveldi, var það undantekningarlaust skilyrði að lýðurinn væri við völdin. Vegna aðstæðna í samfélaginu hefur hugmyndin um hið 'fullkomna lýðveldi' ekki náð fram að ganga. Markmiðið var samt að veita öllum þegnum ríkisins jafnræði, og mismuna engum.

Með háþróaða upplýsingaþjónustu, opnast margir möguleikar á samfélagsbreytingum sem gaman er að velta fyrir sér. Með nýja möguleika á sviði upplýsingaþjónustu, væri það ekki æskilegt ef einstaklingurinn gæti tekið virkan þátt í ákvörðunum eins og:

--Landsvirkjunarmálið og Impregilo.
--Aðrar virkjanir.
--Að styðja stríðið í Írak.
--Að veita Bobby Fischer íslenskan ríkisborgararétt.

Þetta æskilega fyrirkomulag er ekki til staðar í dag vegna þess hversu ómögulegt það var að koma á lýðveldi í sínu 'ideal' formi. Lýðveldi þurfa að þróa einhverskonar fulltrúastjórn (Representative Government) -- Alþingi. Þessi kostur hefur verið langlífur á Íslandi og hefur augljóslega komið okkur þetta langt. En, á sama tíma, hefur fulltrúastjórn í för með sér mjög áhrifaríkar breytingar á hið 'fullkomna lýðveldi.'

Það er ljóst að svo hægt sé að vinna úr öllu því sem snertir pólitík í samfélaginu, verðu lýðveldið að mynda fulltrúakerfi. Það er því ekki hægt að kasta stöðu stjórnmálamanna á glæ, heldur verðum við að endurhugsa þá milliliði sem liggja á milli ákvarðarinnar og almennings.

Okkar einstöku aðstæður og hæfni leiða í ljós möguleikann á 'utopian society'. Við, sem þjóð, ættum að geta verið heimsins besta fordæmi. Með nýju upplýsingakerfi og nýrri tækni, standa nýjar dyr opnar. Almiðill gefur Íslendingum möguleikann á því að þróa lýðveldi framtíðarinnar.

Margar ástæður eru fyrir því að ekki var hægt að hrinda þessari 'ideal theory' í verk á barnsskeiði lýðvelda:

-1. Of tímafrekt að spyrja alla.
-2. Fá % fólks gat lesið og skrifað.
-3. Fáir státuðu af þeirri kunnáttu sem þurfti til þess að taka rökréttar pólitískar ákvarðanir.
-4. Rosalega kostnaðarsamt að vera með þjóðarkosningar eða aðrar stórar kosningar.
-5. Þeir sem voru við völd, gerðu allt til að missa þau ekki.

Helsti ókostur fulltrúakerfisins er sá að einstaklingurinn getur einungis valið á milli stjórnmálamanna en ekki haft neitt að segja í þeim málefnum sem varða samfélagið. Þetta þýðir það að þjóðin getur einungis myndað heild og sameinast í ákvörðun þegar hún er spurð hvort Nonni út í bæ eða Sandra út við sæ sé betri.

Það fulltrúakerfi sem nú er í gildi hefur orðið til þess að stétt stjórnmálamanna einokar allt ákvörðunarvald samfélagsins. Mér sárnar sú hugsun að þjóðarheildin, ímynd hennar og afstaða, skuli vera stjórnað af þessari einu stétt.

Það hjálpar heldur ekki hvað við erum fámennt samfélag. Eins og raun ber vitni, getur þessi einokun valds orðið til þess að sérstakir hópar fólks í samfélaginu geta orðið geysilega valdamiklir og þannig stýrt ákvörðunum sér í hag. Í fámennu samfélagi er auðveldara að mynda tengsl milli áhrifaríkra hópa fólks - efnahagsráðandi og pólitíkusar. Á Íslandi eru nauðsynlega sterkt tengsl á milli ríkra og stjórnmálamanna -- ÞESS VEGNA er nauðsynlegt að auka lýðræði almennings á Íslandi -- fólksins fyrir utan þessa litlu áhrifaríku hópa.

Kerfið sjálft skapar þessa einokun valds. Stéttarskiptingin gerir stjórnmálamönnum kleift að tala niður til almennings og afskrifa afstöðu hans líkt og Davíð gerði þegar 84% þjóðarinnar vildi vera tekinn af þeim lista sem studdi stríðið í Írak (Jan, 2005). Stéttarskiptingin ýtir undir 'óttann við múginn'; ýtir undir þá trú að einstaklingurinn hafi ekki hæfileika til að myndað rökstudda ákvörðun í pólitískum málefnum.

Ég tel að með nýju upplýsingakerfi og nýrri tækni, getum við þróað nýja kynslóð lýðræðis. Almiðill gefur Íslendingum færi á að þróa lýðveldi framtíðarinnar. Með Almiðli getum við forðast þær hindranir sem lágu í vegi forfeðra okkar.

+1. Almiðill er ódýr og örugg leið til þess að miðla upplýsingum og spurningum til allra Íslendinga.
+2. 99.9% Íslendinga geta lesið og skrifað nú til dags.
+3. Ég get vissulega ekki fullyrt að þjóðarheildin komi til með að taka rökréttu ákvörðunina í hvert einasta skipti, ekkert frekar en einhver annar hópur fólks - ríkisstjórnin. En ég tel að góður meirihluti þjóðarinnar geti myndað rökrétta ákvörðun, ef Almiðill sér fyrir þeim upplýsingum sem þarf.
+4. Almiðill er ódýr og örugg leið til þess að miðla upplýsingum og spurningum til allra Íslendinga.
+5. Í aldanna rás hafa fáir menn viljugir gefið frá sér það vald sem þeir hafa. Ég vona þess vegna að þeir sem eru við völd í dag geti sætt sig við minni völd og verið hluti af framþróun lýðveldisins.

ALLT FYRIR OG ALLT Í GEGNUM ALMENNING

DÆMI: Málefni X

1. Málefni X kemur á dagskrá. Málefni X er eitthvað sem þjóðin verður að ákveða í sameiningu.

2. Allir þeir flokkar sem eru við völd verða að samþykkja hvernig á að orða spurninguna um málefni X. Svo þegar orðalagið hefur verið samþykkt, nota stjórnvöld Almiðil til þess að koma henni á framfæri. Hægt verður að kjósa um þetta málefni í 2 vikur eða svo - gefa öllum tækifæri að kynna sér málefni X.

3. Allir flokkarnir verða að rökræða afstöðu sína gagnvart málefni X. Þessi rök verða svo að vera birt á Almiðli í tengslum við málefni X. Ætlast er til þess að flokkarnir skili bæði digital video og rituðu eintaki.

Almiðill tryggir almenningi betri þjónustu í viðskiptum, betri samskiptaþjónustu, sem og möguleikann á auknum réttindum einstaklingsins í pólitískum málefnum. Almenningur mun hagnast á Almiðli. Burt séð frá lausafjárlausum efnahag, ef Almiðill yrði tekin í notkun, mun aðeins ein stétt tapa/missa eitthvað - stjórnmálamenn og einokun þeirra á ákvörðunarvaldi almennings.

Almiðill mun tryggja ríkisstjórninni alla þá miðla sem stjórnarmenn þurfa, þar á meðal bein tengsl við einstaklinginn. Samskipti milli stjórnarmanna mun vera bætt svo um munar. Almiðill útilokar mikið af þeim áhrifum sem fjölmiðlar geta haft á pólitískar ákvarðanir.

Almiðill gerir okkur kleift að mynda stjórnarskipan sem er meira í líkingu við Sviss en nokkur önnur lönd. Færast frá þingbundnu lýðræði yfir í "DIRECT DEMOCRACY". Þetta skref er mikilvægt í baráttunni um aukið frelsi einstaklingsins.

Þegar talað er um 'Direct Democracy' hugsa menn til Sviss. Lýðræði er mun meira í Sviss en nokkru öðru lýðveldi. Stjórnarskipan þeirra hefur verið framsækin og stöðug í rúmlega 100 ár. Til þess að tryggja lögmæti þeirra laga sem hafa verið lögð fram af almenningi, er krafist 'tvöfalds meirihlutar'.

Kobach (1993) sagði að "Switzerland has had tandem successful both socially and economically which are matched by only few other nations." Hann sagði að "too often, observers deem Switzerland an oddity among political systems. It is more appropriate to regard it as a pioneer."

Þorsteinn Hjálmar Gestsson
www.upublic.net
thor@upublic.net